Velkomin á vefsíðu Gídeonfélagsins

Markmið Gídeonfélagsins er að koma orði Guðs í hendur fólks á flestum aldursskeiðum þess.

Frá upphafi hafa Gídeonfélagar út um allan heim gefið meira en 2 milljarð eintaka af Biblíum og Nýja testamentum í 190 löndum… og við bætast rúmlega tvö eintök hverja einustu sekúndu sem líður.

Frá árinu 1954 hafa félagar í Gídeonfélaginu á Íslandi heimsótt grunnskóla á landinu og gefið nemendum Nýja testamenti. Nemdendum er gert ljóst að um gjöf sé að ræða sem hver og einn ræður hvort hann þiggur. Í heimsókninni er sagt örstutt frá félaginu og svo bókin afhent. Ef vilji kennara er fyrir hendi fara Gídeonfélagar yfir hvernig Biblían skiptist í Gamla- og Nýja testamentið og einnig hvernig bókin skiptist í kafla og vers.

Biblían er grunnheimild kristinnar trúar en fræðsla um kristna trú og grunnþekking á Biblíunni er mikilvægur hluti aðalanámskrár grunnskóla. Því er ljóst að um góða gjöf er að ræða sem styður við skólastarfið og veitir áhugasömum nemendum meiri innsýn í hugarheim trúarinnar.

Í heimsóknum í grunnskóla er kennari ávallt viðstaddur heimsóknina enda heimsóknin á forsendum skólans og er ætlað að styðja við skólastarfið.