Kvennadeildir Gídeonfélagsins

Fyrsta kvennadeildin var stofnuð í Bandaríkjunum árið 1923. Haustið 1977 var kvennadeild stofnuð í Reykjavik og stuttu síðar á Akureyri. Nú eru starfandi þrjár kvennadeildir Gídeonfélaga á Íslandi, tvær á suðvesturhorninu og ein á Akureyri. Einnig eru nokkrar konur víðs vegar um landið félagar í kvennadeildunum.

Konurnar hittast mánaðarlega til fyrirbæna fyrir starfinu og sjá um afhendingu Nýja testamenta til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og iðjuþjálfa við útskrift þeirra. Þær sjá einnig um dreifingu Nýja testamenta á heilsugæslustöðvar auk ýmissa annarra starfa.